other sea monsters dys bears cattle
Örnefnaskrá
Frá Kráku er ónefnd fjara út að Bug (106), sem er smávík við endann á svonefndum Mel (107). Hann nær frá Krákutúni út að Hryggjum (108), sem eru skriður niður í sjó. Innst á Melnum var dys, þar sem sagt var, að synir Kráku ættu að vera dysjaðir. (Guðrún S. Magnúsdóttir, Veiðileysa (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 8)
Þar út af heita með sjó Hjallagrundir (29) og Melur (30) upp af þeim. Ofan við Melinn er mýri nefnd Sokkin (Jóhann Hjaltason, Veiðileysa. Örnefni og sagnir (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 3)
85 Melurinn (Símon Jóh. Ágústsson, Veiðileysa (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 2)
Vegurinn liggur um skriðurunna hlíð sem nefnist Hryggir og er þá komið niður á Mel sem liggur inn undir botn Veiðileysu. Þar er nokkurt undirlendi. […] Synirnir [Kráku] eiga að vera heygðir uppi á Melnum í dys sem þar er og var ávallt kastað steini í hana þegar gengið var framhjá henni. (Haukur Jóhannesson, „Lesið í landið í Árneshreppi á Ströndum“, bls. 51–53 = Haukur Jóhannesson, Stundir á Ströndum. Frá Kolbeinsvík norður á Geirhólm, bls. 15)
Stór melur sem nær allt frá fjallsrótum út að sjó. […] Ekkert sem líkist dys sést nú á melnum. (Birna Lárusdóttir, Guðrún Alda Gísladóttir & Uggi Ævarsson, Fornleifaskráning í Árneshreppi II, bls. 48–49: ST-033:022)
Sögur
(Guð-)Brandur bóndi lá úti nálægt kletti og þá kom sjóskrímsli og Brandur sem var með byssu ætlaði að skjóta það en skotið gekk ekki fram úr byssunni. Þá lagði hann á flótta en skrímslið elti hann þó nokkra leið, upp á Melinn. Daginn eftir sáust förin sem líktist hvítabjörnsförin; Magnús var að sækja kýrnar út í Seljadal og þegar hann kom út á Melinn sá hann skrímsli undir klettinum og fékkst ekki til að sækja kýrnar, sbr. Magnús Elíasson, 9. júlí 1970, Ísmús: SÁM 91/2362 EF og hinn sami, 9. júlí 1970, Ísmús: SÁM 91/2362 EF