Veiðileysufjörður

Veiðileysa


other sea monsters widow curses a place after the death of her children other death tales shipwreck fish
Örnefnaskrá

Þarna átti að hafa búið gömul kona, sem hét Kráka, með tveim sonum sínum. Synirnir áttu að hafa farizt í lendingu og hún lagt á, að ekki veiddist í firðinum á vissu árabili en jafnframt, að enginn færist þar í lendingu. […] Ekki er rétt að engin fiskveiði hafi verið í Veiðileysufirði (104), þó hefur hún að jafnaði verið miklu minni og smærri fiskur en í Reykjarfirði. Grynningar eru að vísu úti fyrir, en ekki virtust þær þó alltaf standa fyrir fiskinum, því að fyrir kom, að þar veiddist ágætlega. (Guðrún S. Magnúsdóttir, Veiðileysa (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 7–8)

 

Jörðin Veiðileysa stendur við botn Veiðileysufjarðar (1). (Jóhann Hjaltason, Veiðileysa. Örnefni og sagnir (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 1)

 

Á Veiðileysu er Krákutún (St-003:020) talið eyðiból en eina sögnin sem til er um ábúendur er ærið þjóðsagnakennd. Þar átti að hafa búið kerlingin Kráka sem lagði á að ekkert veiddist í Veiðileysufirði á vissu árabili eftir að synir hennar fórust í lendingu við bæinn. (Birna Lárusdóttir, Guðrún Alda Gísladóttir & Uggi Ævarsson, Fornleifaskráning í Árneshreppi II, bls. 210)

Sögur

synir Kráku drukknuðu á firðinum; þar veiðist fiskur nú, sbr. Magnús Elíasson, 9. júlí 1970, Ísmús: SÁM 91/2361 EF

 

Gömul munnmæli herma, að nafnið á firðinum sé þannig til orðið, að eitt sinn í fyrndinni hafi ekkja nokkur búið þar í firðinum með sonum sínum, hafi þeir sótt mjög sjó á fjörðinn og aflað jafnan vel. En eitt sinn, er þeir voru í fiskiróðri þar á firðinum, hafi hvesst hastarlega og svo mjög, að þeir náðu hvergi land, en týndust. Hafi gömlu konunni þá sollið svo móður, að hún hafi látið svo um mælt, að aldrei framar skyldi málsverður aflast úr firði þeim. Talið var, að svo hefði brugðið við óbænir kerlingar, að aldrei síðan hafi fengizt „bein úr þeim sjó“, og fjörðurinn því hlotið nafnið Veiðileysufjörður og bærinn Veiðileysa. Enda hafi það verið trú almennings, að fiskur gengi alls ekki inn á fjörðinn. Nú á seinni árum hefir verið reynt fyrir fisk á firðinum og aflazt þó nokkuð. Lítur því út fyrir, að bölbænir kerlingar hafi nú loksins misst kynngikraft sinn og hríni eigi á framar, góðu heilli. (Pétur Jónsson frá Stökkum, Strandamannabók, bls. 37)

 

Árið 1888 voru að sönnu hákarlaveiðar frá Gjögri lagðar niður að mestu eða öllu leyti. Hér skal þó getið einnar leguferðar, sem farin var á þorranum þá um veturinn úr Árneshreppi. […] Sagt var, að þeir hafi fengið gott veður og nokkurn afla, þar til aðfaranótt mánudagsins þriðja í þorra, að hleypti á norðan heiftarbyl með grimmdarfrosti. Leystu þá allir upp og leituðu lands. […] Benjamín [Jóhannesson frá Krossnesi] komst á Veiðileysufjörð og lagðist þar. En sökum þess, að hann óttaðist um, að hann og menn hans myndu tæpast lifa næstu nótt, eður þá, að þá hlyti að kala til örkumla, ef þeir lægu þar, sem þá var komið, réð hann af að sigla í land til skipbrots, ef verða mætti, að menn björguðust, hvernig sem um annað færi. Menn allir björguðust, farangur allur og afli, en botninn leystist undan skipinu. (Svaðilfarir í leguferðum, í: Pétur Jónsson frá Stökkum, Strandamannabók, bls. 130)

 

sjóskrímsli, sbr. Magnús Elíasson, 9. júlí 1970, Ísmús: SÁM 91/2362 EF og hinn sami, 9. júlí 1970, Ísmús: SÁM 91/2362 EF

Skildu eftir athugasemd