Krákutún


widow curses a place after the death of her children named women tún (home field) other sheep place
Örnefnaskrá

Krákutún (103) er grasi vaxin grund, sem liggur utan við Kráku. Þar eru greinilegar tóftir. Þarna átti að hafa búið gömul kona, sem hét Kráka, með tveim sonum sínum. Synirnir áttu að hafa farizt í lendingu og hún lagt á, að ekki veiddist í firðinum á vissu árabili en jafnframt, að enginn færist þar í lendingu. […] Skammt ofan við Krákutún er foss í ánni, sem heitir Krákufoss (Guðrún S. Magnúsdóttir, Veiðileysa (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 7, bls. 8)

 

Krákuhlíð (27) og Krákutún (28) við sjóinn, þar rennur áin Kráka ofan til sjávar. (Jóhann Hjaltason, Veiðileysa. Örnefni og sagnir (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 3)

 

84 Krákutún (Símon Jóh. Ágústsson, Veiðileysa (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 2)

 

Við hana [= Kráku] eru litlar tóftir sem nefnast Krákutún en þar átti kerling að nafni Kráka að hafa búið. Kráka í Krákutúni: Kráka hét kerling sem bjó með tveimur sonum sínum í Krákutúni í Veiðileysu, sem er við Krákuá. […] Dalurinn upp af Krákutúni nefnist Hádegisdalur og skiptist í tvennt, Neðri- og Efri-Hádegisdal. (Haukur Jóhannesson, „Lesið í landið í Árneshreppi á Ströndum“, bls. 53 = Haukur Jóhannesson, Stundir á Ströndum. Frá Kolbeinsvík norður á Geirhólm, bls. 15)

 

Á Veiðileysu er Krákutún (St-003:020) talið eyðiból en eina sögnin sem til er um ábúendur er ærið þjóðsagnakennd. Þar átti að hafa búið kerlingin Kráka sem lagði á að ekkert veiddist í Veiðileysufirði á vissu árabili eftir að synir hennar fórust í lendingu við bæinn. Á Krákutúni sjást leifar af fornlegum garði og nokkrar rústir, sú veglegasta þó ung að sjá, líklega af stekk. (Birna Lárusdóttir, Guðrún Alda Gísladóttir & Uggi Ævarsson, Fornleifaskráning í Árneshreppi II, bls. 210)

 

sjá Birna Lárusdóttir, Guðrún Alda Gísladóttir & Uggi Ævarsson, Fornleifaskráning í Árneshreppi II, bls. 47–48 (ST-003:020)

Sögur

Kráka bjó á Krákutúni og þar er nú tóft, kannski stekkjartóft, sbr. Magnús Elíasson, 9. júlí 1970, Ísmús: SÁM 91/2361 EF

Skildu eftir athugasemd