álagablettur álagablettur on land valley
Örnefnaskrá
Við endann á Efri Langahjalla eru Neðri- (101) og Efri-Hádegisdalur (102). Kráka rennur eftir þeim. Tveir bratta klettahjallar aðskilja dalina. Ekki voru þeir notaðir sem eyktamörk. (Guðrún S. Magnúsdóttir, Veiðileysa (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 7)
Upp af Steinahlíð er Langihjalli (24) og Miðdegisfjall (25) […] Út af því eru Hádegisdalir (26) (Jóhann Hjaltason, Veiðileysa. Örnefni og sagnir (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 2–3)
72 Hádegisdalir, Efri-H. og Neðri-H. (Símon Jóh. Ágústsson, Veiðileysa (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 2)
Dalurinn upp af Krákutúni nefnist Hádegisdalur og skiptist í tvennt, Neðri- og Efri-Hádegisdal. (Haukur Jóhannesson, „Lesið í landið í Árneshreppi á Ströndum“, bls. 53 = Haukur Jóhannesson, Stundir á Ströndum. Frá Kolbeinsvík norður á Geirhólm, bls. 15)
Sögur
Á Hádegisdölum eru álög en sá sem þar slær fer alfarinn eftir árið. (sbr. Magnús Elíasson, 9. júlí 1970, Ísmús: SÁM 91/2362 EF)