Örnefnaskrá
Gjögur er næst við Reykjanes, yzt á norðurströnd Reykjarfjarðar. Það er dálítið sjóþorp. Lítils háttar útgerð er þar nú og helzt á árabátum. (Pétur Jónsson frá Stökkum, Strandamannabók, bls. 34)
Veiðistöðin Gjögur liggur utarlega á norðurströnd Reykjarfjarðar í Árneshreppi í Strandasýslu. Nafnið er dregið af mjóum klettavogum, sem skerast þar inn í ströndina. Slíkir klettavogar kallast gjögur. Í gjögrum þessum eru lendingarnar. […] Um og eftir miðja síðastliðna öld mun Gjögur hafa verið nafnkunnasta veiðistöð á Vestfjörðum önnur en Bolungarvík við Ísafjarðardjúp […] Á Gjögri er nú lítilfjörlegt fiskiþorp, örfá timburhús og smáverzlun. En minningin um gamla Gjögur mun lengi lifa. (Sjómannalíf á Gjögri á 19. öld, í: Pétur Jónsson frá Stökkum, Strandamannabók, bls. 109, bls. 124)
Sögur
Grímur á Gjögri, í: Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri III. Nýtt safn, bls. 612, sjá baekur.is
Það sem hér verður frá sagt gerðist eftir síðustu aldamót. Í verstöðinni Gjögri á Ströndum hafði útræði um sumarið Ísfirðingur, Halldór Jónsson að nafni […]. Guðmundur Guðmundsson var þetta sumar fisktökumaður á Gjögri fyrir kaupfélag Árneshrepps, og áttu þeir allmikil mök saman, Halldór og hann. Hafði Halldór stundum orð á því við Guðmund, að draugur fylgdi bát þeim, er hann stýrði, og sagði það hátt draugsa, að hann færi jafnan í land á kvöldin með sjómönnunum, en um borð aftur á morgnana og fylgdi nálega í hvern róður, og bæri þó stökum sinnum út af því. Yrði þá draugurinn viðskila á vararklöppunum og kúrði eftir í landi. Að vertíðarlokum um haustið bjóst Halldór burt af Gjögri til Ísafjarðar. […] Áður en lagt yrði frá landi segir Halldór, að nú þyki sér allmikið undir, ef svo mætti til takast, að draugsi yrði eftir í landi. […] Lögðu þeir nú frá landi, og er skammt var komið úr vörinni, segir Halldór, að nú hafi vel til tekizt, kveðst sjá draugsa híma eftir á klöppunum við lendingarstaðinn og segist vona, að nú muni skilið með þeim að fullu. Lét Guðmundur það gott heita […] og skildu að því. Morguninn eftir þegar Guðmundur reis úr rekkju, vildi hann grípa til klossa, sem hann átti og notaði öðru veifi. En er til átti að taka, fann hann hvergi annan klossann, leitaði nú dyrum og dyngjum, en kom fyrir ekki. Klossinn var horfinn, og varð Guðmundur svo búið að hafa. Þremur víkum eða mánuði eftir að Halldór fór frá Gjögri, barst Guðmundi Guðmundssyni bréf frá honum. Lét Halldór þess getið í bréfinu, að vesturferðin hefði gengið greitt og að öllu ákjósanlega. Höfðu þeir komið til Ísafjarðar tæpum sólarhring eftir að lagt var af stað frá Gjögri. En því bætti bréfritarinn við, að ekki hefði sér átt að auðnast að losna við drauginn, því þegar þeir lögðu að Edinborgarbryggjunni á Ísafirði, var draugsi þar fyrsti viðtakarinn. Kom hann vappandi á einum klossa ofan bryggjuna og hypjaði sig þegar út í bátinn. […] (Jakob Thorarensen, „Langferð á stökum tréklossa“, bls. 110–111)
Reykja(r)fjarðarmóri (Valdimar Thorarensen, 12. júlí 1970, útdráttur úr SÁM 91/2366 EF 13211):
HÖE: „Gengu ýmsar draugasögur hér á Gjögri?“
VT: „Það held ég nú ekki. Þetta, það hefur nú ekki gengið mikið hérna.“
HÖE: „Var ekki einhver Reykjafjarðarmóri?“
VT: „Jú, jú, það var til, móri. Það var nú líkast til sem átti það hafa, átti náttúrulega eiga, já, upptökst í þetta firði, upptökst í Reykjafirði. Og þessi móri, hann hefur verið til, er sagður, hann hefur verið til mest og komst til fram á, já, fram undir þennan dag. En það var nú, held ég, aldrei vart við hann hérna neitt og ég held ekki í Reykjafirði heldur en móri, móri var að kalla og það var ýmislegt sem átti að fylgja. Hann átti að fylgja ýmsum af þeirra ætt og þar á meðan er ég einn af þeim [hlær], af þeirra ætt sem móri átti að fylgja. En ég hef aldrei, eða nægilegt(?) sem ég veit til, það var nokkuð yfir(?), komust í nein kynni við hann.“
HÖE: „En veistu nokkuð hvernig, heyrðirðu nokkuð hvernig af(?) það átti að vera til kominn?“
VT: „Þannig, þessum móri, já. […] Ég hef aldrei séð hann eða heyrt. Og þó, og þó veit ég ekki hvað ég á að segja þar. Að ég er hérna einu sinni, og ég hef aldrei getið skilið það, einu sinni hérna á mínum yngri árum, svona, ég var svona tvítugs árin, henni var þó búin að fara héðan(?) okkur, henni búin að kynnast því að taka skyldi(?) myndir. Og gerði nú allt við það sjálfur, sko frámkallaði þær nú allt. Svo er það einu sinni maður hér á Gjögri, biður mig að taka mynd af hesti sem hann á hérna, folald, sem honum(?) þótti sérstaklega fallegt vera og löngur að fá honum á mynd. Og ég sagði hana(?) það, ég myndi gera það, Guðmundur, sem ég segir mér fær á. Svo er það einu sinni sunnudagsmorgunni, folinn er hérna, stendur hérna fyrir þetta, leikir sér undir hérna húsanna, að þá fer ég á stað með mína myndavél og tek myndina af folanum. Það þótti mig skrýtið við að ég sá ekki þarna væri nokkur maður eða neysing(?) neitti(?) stítt en að það væri svo sem hann vissi alltaf af(?) veggur(?) í kringum sig. Og erum við mjög kvippun(?) sem alltaf, gátu sem að sitja svo en ekkert(?) með það, svo slet(?) ég á honum myndina. Nú, svo þegar ég tek að framkalla myndina, framkalla filmuna og myndin og ettir(?), þá rak mér alveg roga(?) staðs. Því attan við manninn stendur, í attan við folann stendur maður. Mjög sérkennilegur svona mórauðan hatt kúf, eins og sagt var nú að móri hefði átt að vera og einhverjir mórauðir fötur, fatadröslum. Og ég hef ekki getið enn fengin einni stýring á því hvað þetta var. Þarna var enginn maður nærri. Kom þetta fram á myndinni.“ […]
ÁB: „Áttu þessa mynd?“
VT: „Já, ég átti þessa mynd lengi vel og ég hugsi ég eigi nú einhvers staðar(?) ennþá, í fórum(?) mínum. Og ég held að það sé öruggt. En það getur náttúrulega kannski orðið, orðið djúpt að hafa upp á henni. En það er ekki mjög langt síðan ég átti þessa mynd, sko, ég hef alltaf geymt hana. Og eftir það að ég fór að verða á, hérna, á Ísafirði, ég var þar svo í mörg ár og á bátanna, þar í fiskibátunum, að þá var maður, þá var samtíða manni þar sem vildi enda sjá þessa mynd og vildi endilega að fá hana hjá mér. Og það vildi meira að segja kaupa hana fyrir mikið verð. En ég vildi bara alls ekki láta hana og hef aldrei gert það, vildi ekki láta hana fyrir neitt. En ég held að myndin sé til enn svo filman sé náttúrulega sjálfur sér löngu búin að vera. Þó sé myndin til.“