Mýrarhnúkur

Mýrahnúkur, Mýrarhnjúkur


trolls fiskimið boundary marker (landamerki) cats
Örnefnaskrá

austan við Mýrarhnúk (201) er Grafarlækjaflói (202) […] Mýrarhnúkur er stakt fremur lágt aflangur hnúkur milli Reykjaneshyrnu og Arkar en þó miklu nær Hyrnunni. Efst á honum er Mýrarhnúksþúfa (205) og undir henni er gat eða göng, sem sagnir segja að opnist annað hvort út í Dugguholu sjávarmegin í Reykjaneshyrnu eða í Kattarvatn (Ávíkurvatn, Breiðavatn) á Ávíkurdal í landi Litlu-Ávíkur. Mýrarhnúkur er hæstur norðan megin en dregst niður til suðurs og heitir þar Mýrarhnúkstagl (206). Milli Mýrarhnúks og Reykjaneshyrnu er Mýrarhnúksvatn (207) (Haukur Jóhannesson & Helgi Jónsson, Örnefni á Reykjanesi í Árneshreppi, bls. 18)

 

Í landamerkjaskrá Litlu Ávíkur frá 1889 segir: „Milli Litlu Ávíkur og Reykjaness ræður merkjum sjónhending úr Hyrnuklauf í Illukeldu, þaðan sjónhending í Þúfu á Reiðholti, þaðan sjónhending á Mýrarhnúk og þaðan sjónhending til fjalls.“ […] Frá henni [= Reiðholtsþúfu] eru merkin sjónhending í þúfu á Mýra(r)hnúk (44), hyrnulaga hnúk, sem rís upp úr mýrafláka. Langt og mjótt vatn, Mýra(r)hnúksvatn (45), liggur milli Reiðholts og Mýra(r)hnúks. […] Austan við Mýra(r)hnúk er Grafalækjaflói (47). (Guðrún S. Magnúsdóttir, Reykjanes (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 1, bls. 4)

 

59 Mýra(r)hnúkur (að hálfu í Litla-Ávíkurlandi) (Símon Jóh. Ágústsson, Reykjanes (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 2)

 

Austan við Kúadali (49) eru landamerki Litlu-Ávíkur og Reykjaness, sem liggja um Reiðholt (52), Vatnsbrekkur (53), Mýrarhnúksvatn (54) og þúfu á Mýrarhnúk (55) og þaðan í Stóruskriðu (56) og upp á fjallsbrún. (Pálína Þórólfsdóttir & Þórólfur Guðfinnsson, Litla-Ávík (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 2)

 

Mýrahnúkur (47) og eru landamerki Litlu-Ávíkur og Reykjaness um hann miðjan. (Jóhann Hjaltason, Litla-Ávík. Örnefni og sagnir (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 3)

Sögur

Suðvestan við Hyrnuna er stakt ílangt fell, Mýrarhnúkur með Mýrarhnúksþúfu. Norðan undir hnúknum er Mýrarhnúksvatn. Mýrarhnúkur og Dugguhola: Að baki Reykjaneshyrnu er lítið aflangt fell sem Mýrarhnúkur nefnist og efst á því er svonefnd Mýrarhnúksþúfa. Undir þúfunni á að vera gat og göng sem liggja undir Reykjaneshyrnu og opnast út í Dugguholu. […] Sagan segir að tröllkona ein hafi veitt niður í gegnum gatið undir Mýrarhnúksþúfunni. Önnur saga segir að göng séu úr þúfunni í svonefnt Kattarvatn […] og hafi köttur átt að hafa farið þar í gegn. Munnmælasagnir skráðar eftir ýmsum (Haukur Jóhannesson, „Lesið í landið í Árneshreppi á Ströndum“, bls. 72 = Haukur Jóhannesson, Stundir á Ströndum. Frá Kolbeinsvík norður á Geirhólm, bls. 34)

Fiskimið

Grynnra miðið er Sigluvíkurnúpur undan Geirólfsnúp (Núparnir saman) og Mýrarhnúkur undan Fellsegginni. (Haukur Jóhannesson, „Forn fiskimið fyrir Árneshreppi“, bls. 39)

 

Djúpmið, þegar farið er beint úr frá Trékyllisvík. […] Mýrarhnúkur (4), þegar Mýrarhnúk ber við Byrgisvíkurfjall. (Haukur Jóhannesson, Fiskimið (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 1)

Skildu eftir athugasemd