Kirkjuklettur


álagablettur álagablettur on land elves elf dwelling places elf churches cliff/rock (klettur)

Nokkru utar, undir svonefndu Múlaskeggi (33), sem eru tveir klettarimar út úr hlíðinni undir Krossnesmúlanum (hann er oftast aðeins nefndur Múli (34)), er stakur klettur, Kirkjuklettur (35). Þar eiga álfar bú. Eitt sinn, er Skarphéðinn var við vinnu sína þar fyrir neðan, heyrði hann skvaldur, líkt og í börnum, og hélt hann það þar væru börn sín að leik, en síðar kom í ljós, að þau höfðu verið víðs fjarri. Þessi klettur er út undan heimri klettarimum. (Haukur Jóhannesson, Krossnes (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 5)

 

Stakir klettar upp af því [= Laugatún] og heim undir Krossnestún eru nefndir Standar (21). Einn þeirra mun heita Kirkjuklettur (22). (Guðrún S. Magnúsdóttir, Krossnes (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 3)

 

Miðsvæðið: […] Kirkjuklettur […] 58. Kirkjuklettur (Símon Jóh. Ágústsson, Krossnes (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 1, bls. 4)

 

sbr. Birna Lárusdóttir, Oddgeir Hansson & Uggi Ævarsson, Fornleifaskráning í Árneshreppi I, bls. 89 (ST-018:007)

Skildu eftir athugasemd