Örnefnaskrá
Drangasker (268) er allstórt sker um 3 mílur austnorðaustur frá Dröngum. (Guðrún S. Magnúsdóttir, Drangar (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 15)
Fram af þeim [= Stórihólmi og Litlihólmi] er Hólmaboði (29) og enn lengra úti eru Drangasker (30) og fram af þeim Wandersboði (31) og Andrewsboði (32) (Jóhann Hjaltason, Drangar. Örnefni og sagnir (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 6)
Hvad Land-Sælhundene angaaer, da have de deres Opholdsteder hist og her omkring denne Kyst, saasom […] ved Drangeskiærene, hvor dette Slags Sælhunde, fornemmelig om Sommerdage, naar stærk Taage indfalder, slaaes for Panden med Kieppe (Olaus Olavius, Oeconomisk Reise, bls, 175, sjá baekur.is)
Sögur
Á Dröngum er nokkur selveiði, einkum við sker það, er Drangasker kallast. Liggur það um viku sjávar undan landi. Við útfall myndast pollur í skerinu, og eru þar oft margir selir. Ganga menn á fjöru upp í skerið, vaða út í pollinn og drepa síðan selinn með bareflum. […] Fór hann [= Sigurður, sonur Alexíusar] þá með þeim [= sonum sínum] fram í Drangasker til að segja þeim fyrir verkum. Þeir komu þangað um háfjöru, og voru þar margir selir í pollinum. Við þessa sjón rann berserksgangur á karlinn, greip hann barefli og óð út í pollinn að selunum. Fengu þeir feðgar þar 18 seli, og drap Sigurður flesta þeirra. Þá er heim kom, lagðist hann í rekkju og andaðist skömmu síðar. (Símon Jóh. Ágústsson, „Frá Alexíusi á Dröngum og sonum hans“, bls. 177 – sbr. Oskar Clausen (handr.), „Selveiðifarir á Dröngum“, sjá timarit.is)
hættuleg selveiði á Drangaskeri árið 1904: selur beit í lærið föður Eiríks (Eiríkur Guðmundsson, „Úr endurminningum Eiríks á Dröngum“, bls. 44–46)
Fiskimið
Dýpra miðið er Sigluvíkurnúpur undan Geirólfsnúp og Drangaskerin ber í Mölvíkina á Drangahlíð. (Haukur Jóhannesson, „Forn fiskimið fyrir Árneshreppi“, bls. 39)