Geirhólmsnúpur

Núpurinn, Geirhólmsgnúpur, Geirólfs(g)núpur


ancient heroes (fornmenn) thieves and outlaws shipwreck fiskimið shark fish
Örnefnaskrá

Fjallið norðvestan við Skjaldarvík heitir Geirhólmur (1), Geirhólmsnúpur (2) eða aðeins Hólmurinn (3). Fremst á honum er egg, sem sjómenn kalla Geirólfsrönd (4) eða Núpinn (5). T.d. var sagt, að Núpurinn væri að koma fram undan hinu og þessu nesi eða fjalli. Yzta nesið heitir Hólmtá (6) eða Geirhólmstá (7). (Haukur Jóhannesson, Skjaldabjarnarvík. Uppkast (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 1)

 

Geirhólmstá (40) er nyrzta táin á Geirhólma (12), Skjaldarvíkurmegin og gengur í sjó fram. (Svavar Sigmundsson, Skjaldabjarnarvík. Athugasemdir Friðriku Hallvarðsdóttur (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 1)

 

Blettur (6) yzt undir Geirhólmsgnúp (7) (Jóhanna Hallvarðsdóttir, Skjaldabjarnarvík. Örnefni í Skjaldabjarnarvík (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 1)

 

1. Geirhólmsgnúpur 433 m. (Fremri hluti Geirhólms) (Þórarinn Ólafsson, Skjaldabjarnarvík (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 1)

 

Eins og frá er skýrt í örnefnaskrá Reykjarfj. á Ströndum eru sýslumót N[orður]-Ís[afjarðarsýslu] og Stranda við Geirólfsnúp, sem sumir nefna Geirhólmsnúp (1) og er það e. t. v. réttara því fjallið sjálft, sem er geysihátt er af öllum nefnt Geirhólmur (2) af hverju sem það er komið, því enginn hólmi eða eyja er þar fyrir landi, og gæti þá virzt líklegast að af því væri nafnið dregið, að fjallið Geirhólmur er hæzt yzt og eins og frálaust aðalfjöllunum umhverfis. (Jóhann Hjaltason, Skjaldabjarnarvík. Örnefni og sagnir (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 1–2)

Sögur

Geirólfr hét maðr, er braut skip sitt við Geirólfsgnúp. Hann bjó þar síðan undir gnúpinum at ráði Bjarnar. (Guðni Jónsson (útg.): Landnámabók. II, kafli 31; Jakob Benediktsson (útg.), Íslendingabók, Landnámabok, S 157/H 127, bls. 197)

 

Geirólfur hét maður er braut skip sitt við Geirhólmsnúp. Hann bjó þar síðan undir Núpnum að ráði Björns, er sagt, en undir Geirhólmsnúp getur enginn búið. Trúlega hefur hann búið í Sigluvík norðan við Geirhólmsnúp. […] Vitað er að Fjalla-Eyvindur hafði bæli í Geirhólmsnúpi (Matthías Pétursson, „Ábúendur í Skjaldabjarnarvík 1922–35. Pétur Friðriksson og Sigríður Elín Jónsdóttir“, bls. 106, bls. 108)

 

Sigluvík gengur inn fyrir norðan Geirólfsgnúp; Geirólfur, sem gnúpurinn dregur nafn af, hefir ef til vill búið þar. (Þorvaldur Thoroddsen, „Ferðasaga frá Vestfjörðum“, bls. 170)

Fiskimið

Skjaldabjarnarvíkurmið er sagt liggja austur af Geirólfsnúp […] Grynnra miðið er Sigluvíkurnúpur undan Geirólfsnúp (Núparnir saman) og Mýrarhnúkur undan Fellsegginni. Dýpra miðið er Sigluvíkurnúpur undan Geirólfsnúp og Drangaskerin ber í Mölvíkina á Drangahlíð. (Haukur Jóhannesson, „Forn fiskimið fyrir Árneshreppi“, bls. 38, bls. 39)

 

Gömul mið. […] Skjaldarvíkurmið (40), Sigluvíkurnúpur við Geirólfsnúp og Þúfan fremi á Vatnshöfðann á Dröngum. (Haukur Jóhannesson, Fiskimið (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 3–4)

 

det saakaldte Skialdebiarnevigs-Meed, beliggende østen for Geirolfsgnupen, og efter Beretning 3/4 Miil foran Skialdebiarnevigen (§ 61.) med 50 Favne dybt Vand og Leerbund. Paa dette Meed opholde sig sædvanlig, fra Junii- til Julii-Maaneds Udgang, Torsk og Helleflyndre, fra August til sidst i September, Titlinger og Rokker, samt Haakalle fra Martii Maaneds Begyndelse til sidst i Julii Maaned, men fanges dog ei gierne i større Antall end til daglig Brug, skiønt Haakallen især falder der i stor Mængde. (Olaus Olavius: Oeconomisk reise, 1780, bls. 163)

Skildu eftir athugasemd