trolls cave fish
Lambanes (28), Lambanestangi (29) og í honum Dugguhola (30) (Pálína Þórólfsdóttir & Þórólfur Guðfinnsson, Litla-Ávík (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 1)
Lambanes (24) og í því niður við sjó Dugguhola (25) (Jóhann Hjaltason, Litla-Ávík. Örnefni og sagnir (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 2)
Mýrarhnúksþúfa (205) og undir henni er gat eða göng, sem sagnir segja að opnist annað hvort út í Dugguholu sjávarmegin í Reykjaneshyrnu eða í Kattarvatn (Ávíkurvatn, Breiðavatn) (Haukur Jóhannesson & Helgi Jónsson, Örnefni á Reykjanesi í Árneshreppi, bls. 18)
Mýrarhnúkur og Dugguhola: […] Undir [Mýrarhnúks]þúfunni á að vera gat og göng sem liggja undir Reykjaneshyrnu og opnast út í Dugguholu. Dugguhola er hellir í klettanesi nokkru fyrir austan Litlu-Ávík og sést ekki inn í botn á honum. Sagan segir að tröllkona ein hafi veitt niður í gegnum gatið undir Mýrarhnúksþúfunni. […] Vestan í Lambanestanganum er sjávarhellir, Dugguhola, inn í þverhnípt bergið. Honum hallar niður og inn. Þegar sæmilegur öldur skella upp í hellinn lokast loft þar inni undir miklum þrýstingi uns það brýtur sér leið aftur út með dunum og dynkjum. Úr Dugguhola skulu vera göng undir Hyrnuna og upp undir Mýrarhnúksþúfuna. (Haukur Jóhannesson, „Lesið í landið í Árneshreppi á Ströndum“, bls. 72, 73 = Haukur Jóhannesson, Stundir á Ströndum. Frá Kolbeinsvík norður á Geirhólm, bls. 34, bls. 35)