sorcery/magic/witchcraft thieves and outlaws other death tales cave
Örnefnaskrá
Utanverti við Hólahrygg (39) er Þórðarhellir (42) í klettabelti, sem nær út í Yztuvík (Pálína Þórólfsdóttir & Þórólfur Guðfinnsson, Litla-Ávík (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 1)
Hólar (34) og í þeim Þórðarhellir (35) (Jóhann Hjaltason, Litla-Ávík. Örnefni og sagnir (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 2)
sbr. Birna Lárusdóttir, Oddgeir Hansson & Uggi Ævarsson, Fornleifaskráning í Árneshreppi I, bls. 34 (ST-011:008)
Sögur
Í Reykjaneshyrnu austanverðri, rúman klukkutíma gang frá Litlu-Ávík, er hellir sá, sem Þórðarhellir er nefndur. […] Eina færa leiðin í Þórðarhelli er frá Litlu-Ávík, undir Hyrnunni. […] Þórðarhellir er því tilvalinn felustaður sakir þess, hve dulinn hann er og afskekktur og örðugt að komast að honum. […] Sumir töldu Þórðarhelli vera kenndan við Þórð galdramann Guðbrandsson, bónda á Munaðarnesi, sem brenndur var í Trékyllisvík hinn 20. sept. 1654. […] Önnur munnmæli herma, að hellirinn dragi ekki nafn af Þórði galdramanni, heldur af […] Þórði sakamanni […] munnmælin um Þórð sakamann, þótt ýkt séu að sjálfsögðu, styðjist við raunverulega atburði, sem gerzt hafa um 1700. (Símon Jóh. Ágústsson, „Þórðarhellir á Ströndum. Gamalt útilegumannabæli“, bls. 26, bls. 27, bls. 28, bls. 34)
Það er ein gömul sögn að maður nokkur hafi komið haust eitt að Reykjanesi í Víkursveit og nefnt sig Þórð. Gisti [hann] þar nokkrar nætur að bónda þess er Jón hét. Átti Jón sá tvo sonu; hétu Grímur og Jón […] Um vorið eina nótt hvarf Þórður og þar með lítill bátur er bóndi átti. […] Það var einn góðan veðurdag að þeir bræður róa […] er þar Þórður og hefur fiskað. […] Sezt hann þá við árar og stefnir að Reykjaneshyrnu norðanverða. […] Lendir Þórður norðan undir hyrnunni, kastar upp fiski kallmannlega, tekur bátinn og ber á höfðinu upp í skriðu nokkra. Þar er hjalli einn og í honum hellir; þar inn ber Þórður bátinn […] Bóndadóttir frá Minni-Ávík smalaði út í hlíð nokkra í Reykjaneshyrnu sem Hagi heitir, ekki langt frá helli Þórðar. Var það oft að henni dvaldist framar en efni þóttu til […] um síðir getur hún þess að maður sem Þórður heiti sé þar í fjallinu og sitji oft á tal[i] við sig því honum leiðist einveran. Bóndi varð hræddur og hélt þetta tröll eða huldumann; lætur því stúlkuna hætta fjárgæzlu og gegnir sjálfur þeim starfa um hríð. Nú saknar Þórður stúlku sinnar og missir yndi og svefn. Gengur hann eina nótt til Ávíkur og nemur burt stúlkuna. Eru þau nokkurn tíma þar bæði, eignast son einn […] Víkur þá sögunni til bónda. Þegar dóttir hans er horfin fer hann til konu einnar gamallar […] Kelling segir þá […] að Þórður sá sé austfirzkur maður og hafi hent það ófall að eiga barn með systir sinni; hafi síðan strokið og sé búinn að vera seytján ár í útlegð. […] „Er dóttir þinni fullboðið að eiga hann því bráðum er á enda sektartími hans.“ Bóndi reiðist og segir það aldrei verða skuli að hann gefi þjóf slíkum dóttir sína. Kelling svarar: „Það mun þinn bani verða ef þú hlýðir ekki mínum ráðum.“ […] Safnar bíndi mönnum og fer að leita Þórðar; hittir so illa á Þórð að hann er að gjöra að fiski í fjöru niðri. Komast þeir í hellirinn, ná burt stúlkunni og barninu, en Þórður klifrar í hamar einn þar skammt frá. Sækir bóndi og hans menn eftir. Þórður tekur steina og sendir þeim ekki mjúklega. Meiðast margir, en þrír dóu, var bóndi einn þeirra; hverfa síðan frá með sneypu. En Þórður hefst við í hellrum [og] skútum, leggst nú á fé og stelur. Fer hann víða um Strandir og er það sögn sumra að Aðalvíkingar yrðu hönum að bana með galdri á tuttugasta útlegðarári, en aðrir segja hann stryki í hollenzka duggu og næði áður stúlkunni og barninu. (Þórður sakamaður, í: Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri IV. Nýtt safn, bls. 404–406, sjá baekur.is)
Munnmæli eru um það, að bóndinn í Litlu-Ávík hafi eitt sinn á fyrri öldum leynt þarna í hellinum sekum manni vetrarlangt og hafi hann heitið Þórður. (Pétur Jónsson frá Stökkum, Strandamannabók, bls. 32)
Þórður komst undan galdrabrennu og í helli sem síðan heitir Þórðarhellir, sbr. Guðfinna Guðmundsdóttir, 10. júlí 1970, Ísmús: SÁM 91/2363 EF
einhver útlagi hafi haldist þar vetrarlangt og jafnvel lengur, sbr. Guðjón Guðmundsson, 11. júlí 1970, Ísmús: SÁM 91/2365 EF
landflótta maður hafi haldið til í Þórðarhelli; göng úr Þórðarhelli upp í Mýrarhnúksvatn, sbr. Valdimar Thorarensen, 12. júlí 1970, Ísmús: SÁM 91/2367 EF og hinn sami
