elves cliff/rock (klettur)
Upp af Garðsendavíkinni eru smáklettar, sem ná heiman frá túninu út undir Hverana. Næst túninu eru þeir stakir og nefndir Standar (32). (Haukur Jóhannesson, Krossnes (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 5)
Upp af [Mið]víkinni er nýrækt, nefnd Laugatún (20). Stakir klettar upp af því og heim undir Krossnestún eru nefndir Standar (21). Einn þeirra mun heita Kirkjuklettur (Guðrún S. Magnúsdóttir, Krossnes (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 3)
Þá er Garðsendavík (10) og Standar (11) einstakir klettar þar á sjávarbökkunum. (Jóhann Hjaltason, Krossnes. Örnefni og sagnir (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 2–3)
Miðsvæðið: […] Standar […] 57 Standar (fyrir norðan bæinn) (Símon Jóh. Ágústsson, Krossnes (Strandasýsla, Árneshreppur), bls. 1, bls. 4)